Enski boltinn

United er með fullt af góðum leikmönnum en enginn er nógu góður fyrir United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Evrópudeildin bíður þessara herramanna.
Evrópudeildin bíður þessara herramanna. vísir/getty
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, er einn fjölmargra sparkspekinga sem átti ekki orð þegar liðið lét henda sér út úr Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

Hann segir leikmenn liðsins skorta alvöru gæði og sérstaklega ástríðu fyrir að spila fyrir félagið.

Sjá einnig:Rio: Svo vandræðalegt að leikmenn United eiga ekki eftir að þora út úr húsi

Manchester United tapaði, 3-2, fyrir Wolfsburg á þriðjudagskvöldið og verður nú að taka fimmtudagskvöldin frá í febrúar þegar Evrópudeildin hefst en í annað sinn á þremur árum verður United í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.





Ekki nógu gott.vísir/getty
Van Gaal of gagnrýndur

„Manchester United er með fullt af góðum leikmönnum. Það er ekkert hægt að tala í kringum það. Mér finnst bara enginn þeirra nógu góður fyrir Manchester United. Í alvöru. Mér finnst þá skorta alvöru gæði,“ sagði Keane í viðtali við ITV.

Louis van Gaal er búinn að eyða um 300 milljónum punda í nýja leikmenn á undanförnum misserum en liðið er engu að síður ekki að heilla nokkurn mann.

„Maður horfir á það sem er búið að kaupa og það hefur kostað sitt. Samt er enginn einstakur leikmaður þarna. Þegar maður hugsar til Manchester United þá eru alltaf einn til tveir leikmen í liðinu sem geta búið eitthvað til. Þetta lið vantar karaktera og leiðtoga,“ sagði Keane.

„Ég tel samt að stjórinn fái of mikið hól þegar vel gengur og er of gagnrýndur þegar illa gengur. Það eru reyndir leikmenn í þessu liði eins og Carrick, Schweinsteiger og De Gea og það er undir þeim komið að hjálpa ungu strákunum. Það er búið að eyða svo miklu í þetta lið að það er lyginni líkast,“ sagði Roy Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×