Enski boltinn

United er með betri hóp en fólk telur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Roberto Martinez og David Moyes
Roberto Martinez og David Moyes Vísir/Getty
Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Everton nýtti tækifærið og skaut léttum skotum á David Moyes, knattspyrnustjóra Manchester United fyrir leik liðanna á morgun.

Moyes sem tók við Manchester United af Sir Alex Ferguson hefur kennt háum meðalaldri og skort á gæðum um slakt gengi liðsins á tímabilinu. United stóð uppi sem sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en bættu við þann hóp Marouane Fellaini fyrir tímabilið og Juan Mata í janúar.

„Við erum að mæta ríkjandi meisturum sem héldu öllum sínum lykilleikmönnum. Þess í stað bættu þeir við tveimur góðum leikmönnum. United er með breiðari og betri leikmannahóp en fólk er að telja sér trú um,“

Þegar Martinez var spurður út í fullyrðingu Moyes að hann hafi tekið við hóp sem var kominn vel á aldur benti hann á Mourinho sem dæmi.

„Hverjir eru þessir leikmenn? Rio Ferdinand sem hefur varla spilað? Ekki hefur Ryan Giggs spilað marga leiki. Chelsea er eflaust með eldra lið og þeim hefur gengið vel á þessu tímabili, þeir eru með minni breidd en United en eru að berjast um titla,“

„Með hóp af eldri leikmönnum, ef þú vinnur telst hópurinn vera reynslumikill en ef þú tapar er sá hópur þá ekki lengur nægilega góður?“


Tengdar fréttir

Moyes á von á erfiðum leik

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, verður í sviðsljósinu um helgina þegar lærisveinar hans mæta Everton á Goodison Park. Leikurinn verður fyrsti leikur Moyes á Goodison sem stjóri Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×