Enski boltinn

United ekki gert tilboð í Kane

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane í leik með Tottenham.
Kane í leik með Tottenham. vísir/getty
Manchester United hefur ekki gert tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunar.

Áreiðanlegur miðill greindi frá því í morgun að United hafði haft samband við Tottenham og rætt við þá um mögulega kaup á framherjanum, en það ku ekki vera satt.

„Þeir eru í leit að framherja og Harry Kane er einn af þeim sem United gæti reynt að fá í sumar," sagði James Cooper fréttamaður Sky.

„Það sem United er að gera er að þeir eru að skoða alla sína kosti. Þeir hafa enn ekki boðið í Kane og það eru engar viðræður í gangi á milli Old Trafford og White Hart Lane."

Framherjastöðurnar hjá United verða nokkuð þunnskipaðar hverfi Hollendingurinn Roben van Persie á braut eins og líkur eru á. Fenerbache og Juventus hafa áhuga á Hollendingnum.

Javier Hernandez snýr til baka úr eins árs láni frá Real Madrid, en hann er nú á meiðslalistanum eftir að hann braut viðbein í vináttuleik Mexíkó og Hondúras.

Einungis tveir framherjar eru þá eftir; fyrirliðinn Wayne Rooney og táningurinn James Wilson.

United spilar sinn fyrsta leik gegn Tottenham þann áttunda ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×