Enski boltinn

United búið að handsala 8,6 milljarða króna kaup á Falcao

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Radamel Falcao er búinn að skora eitt mark fyrir Manchester United.
Radamel Falcao er búinn að skora eitt mark fyrir Manchester United. vísir/getty
Manchester United er búið að handsala 44 milljóna punda (8,6 milljarða króna) kaup á kólumbíska markahróknum RadamelFalcao frá Monaco og mun hann ganga endanlega í raðir enska félagsins næsta sumar þegar lánstími hans verður á enda.

Þetta fullyrðir knattspyrnuvefmiðillinn Goal.com, en United borgaði Monaco sex milljónir punda fyrir að fá Falcao lánaðan út tímabilið. Hann er búinn að skora eitt mark fyrir liðið.

Kólumbíumaðurinn fær 240.000 pund á viku hjá Manchester United á meðan hann er á láni hjá liðinu og fær hann sömu laun þegar hann skrifar undir varanlegan samning, að því fram kemur í frétt Goal.com.

Ofurumboðsmaðurinn JorgeMendes er með Falcao á sínum snærum, en hann hefur lengi átt í nánu samstarfi við United. Þá hefur Kólumbíumaðurinn sjálfur sagst vilja halda áfram að spila fyrir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×