Enski boltinn

United að ganga frá kaupum á Mkhitaryan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henrikh Mkhitaryan í leik með Dortmund á móti Liverpool.
Henrikh Mkhitaryan í leik með Dortmund á móti Liverpool. Vísir/Getty
Manchester United er nálægt því að ganga frá samkomulagi við Dortmund um kaup á miðjumanninum Henrikh Mkhitaryan, en hann er talinn kosta 38 milljónir punda.

Gianluci Di Marzio, ítalskur blaðamaður, greindi frá því í gær að Man. Utd væri tilbóð að borga 38 milljónir punda fyrir þennan 27 ára gamla Armena sem á eitt ár eftir af samningi sínum.

Rahpael Honigstein, þýskur blaðamaður, setti svo á Twitter-síðu sína í kvöld að Dortmund hafði sent fulltrúa til Manchester til að ganga frá sölunni á Mkhitaryan.

Gangi kaupin í gegn verða þetta önnur kaup Jose Mourinho í sumar, en hann tók við stjórnartaumunum hjá United í sumar. Eric Bailly, varnarmaður, gekk í raðir United frá Villareal fyrr í sumar.

Mourinho er sagður einnig vilja fá Zlatan Ibrahimovic og er hann ofarlega á innkaupalista Mourinho í sumar.

Mkhitaryan gekk í raðir Dortmund frá Shaktar Donetsk 2013, en hann var magnaður í liði Dortmund á tímabilinu; skoraði 19 mörk og lagði upp 25.

Hann er sagður eiga fylla skarð Juan Mata hjá Man. Utd á næstu leiktíð, en Mourinho er sagður ætla selja Mata í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×