Handbolti

Ungverjar og Svíar mjög ósáttir með að Ísland fékk HM-sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ola Lindgren og Staffan Olsson þjálfa sænska landsliðið.
Ola Lindgren og Staffan Olsson þjálfa sænska landsliðið. Vísir/Getty
Ísland fékk sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins á föstudaginn en þeirri ákvörðun var ekki fagnað í Svíþjóð og Ungverjalandi.

Ungverjar töldu sig vera á undan Íslandi í röðinni og tóku þá mið af sömu rökum og voru notuð þegar Þýskalandi fékk sæti Ástralíu í júlí. Svíar voru óánægðir með að fá miklu sterkara lið inn í sinn riðil.

Íslenska handboltasambandið hóf málaferli gegn IHF þegar Þjóðverjar fengu sætið þrátt fyrir að Ísland væri varaþjóð Evrópu. Ungverjar eru að íhuga líka að kæra nýjustu ákvörðun IHF samkvæmt viðtali við forseti ungverska handboltasambandsins en ungverska landsliðið átti að vera næst inn hefði IHF notað sömu rök og þegar sambandið tók Þýskaland inn á HM.

„Það er ótrúlegt að þetta hafi gerst fyrir okkur og þetta er sárasta ákvörðunin sem þeir gátu tekið," sagði Iván Vetési, forseti ungverska handboltasambandsins, í viðtali við netsíðuna Origo.hu.

Vetési barðist fyrir því að Ungverjar fengu sætið.  „Við eru ekki sammála þessari ákvörðun og erum að meta hver næstu skref verða hjá okkur," sagði Vetési og svo gæti vel farið að Ungverjar láti reyna á málið fyrir dómstólum.

Svíar eru líka óánægðir með að fá Ísland í sinn riðil í staðinn fyrir lið Sameinuðu arabísku furstadæmanna. „Ef lið dregur sig úr keppni þá að lið frá sömu álfu að taka sætið," sagði Ola Lindgren, annar þjálfara sænska landsliðsins, í viðtali við Aftonbladet.

„Það er bara gjörsamlega ómögulegt að átta sig á því á hverju IHF byggir ákvarðanir sínar. Auðvitað er það mun erfiðara að mæta Íslandi í staðinn fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin," sagði Lindgren.


Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld.

Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin

Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum.

Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til

Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar.

Þetta lýsir vonandi upp myrkrið fyrir íslensku þjóðina

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var ánægður með fréttir gærkvöldsins þegar Ísland fékk sæti á HM í Katar ásamt Sádí-Arabíu en þetta var niðurstaða fundar Framkvæmdastjórnar IHF. "Við gleðjumst svo sannarlega yfir þessu og teljum þetta vera mikið og stórt skref fyrir hreyfinguna,“ sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×