Lífið

Ungur piltur fékk hikstakast þegar hann flutti þjóðsönginn

Atli Ísleifsson skrifar
Flutningur Ethan Hall á þjóðsöng Ástralíu hefur skiljanlega vakið athygli.
Flutningur Ethan Hall á þjóðsöng Ástralíu hefur skiljanlega vakið athygli.
Sjö ára drengur vann hug og hjörtu áhorfenda á hafnaboltaleik Adelaide Bite og Brisbane Bandits eftir að hann fékk skyndilegt hóstakast þar sem hann flutti þjóðsöng Ástralíu fyrir leikinn.

Ethan Hall segist ekki hafa hikað við að halda áfram, þrátt fyrir hikstakastið. Hann þyrfti að ljúka flutningnum til að leikurinn gæti nú örugglega byrjað.

Í frétt Mirror kemur fram að Kylie, móðir Ethan, sé virkilega stolt af drengnum, enda hafi hann æft sig vel og lengi. Hún er himinlifandi með viðbrögðin sem flutningurinn Ethan á þjóðsöngnum hafi fengið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×