Innlent

Ungur drengur brenndist í Brekkubæjarskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Brekkubæjarskóli á Akranesi.
Brekkubæjarskóli á Akranesi. Mynd/Brekkubæjarskóli
Eldurinn í Brekkubæjarskóla á Akranesi kviknaði eftir að ungur drengur kveikti á neyðarblysi í einni kennslustofu á yngsta stigi. Drengurinn hlaut brunasár og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur samkvæmt vef Skessuhorns.

Á Facebook síðu skólans segir að nemendur hafi brugðið illa við og huga þurfi að líðan þeirra. Áfallateymi skólans er tekið til starfa og búið er að hringja í alla foreldra nemenda í viðkomandi árgangi.

Skessuhorn segir að starfsfólk skólans hafi náð að stöðva útbreiðslu eldsins. Hann var þó ekki mikill og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Þá segir að búið sé að reykræsta húsnæðið og tjón þar sé talið óverulegt. Kennslu á eldri stigum verður lokið í dag.


Tengdar fréttir

Eldur í Brekkubæjarskóla

Skólayfirvöld vinna nú að því að ná í foreldra yngstu barna skólans og biðja þau um að sækja börnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×