Fótbolti

Ungur ástralskur markvörður varð fyrir eldingu og lést

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Petrovski
Stefan Petrovski Mynd/Getty og Twitter
Ungur ástralskur markvörður sem varð fyrir eldingu í fótboltaleik í Malasíu í síðasta mánuði lifði það ekki af og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.  

Hinn átján ára gamli Stefan Petrovski varð fyrir eldingunni þegar hann var að labba af æfingu hjá malaíska félagin Melaka United 5. apríl síðastliðinn. Guardian sagði frá þessu.

Stefan Petrovski var fluttur á sjúkrahús og svo á bráðavakt. Ástand hans var orðið stöðugt en hann andaði í gegnum öndunarvél. Petrovski virtist vera á réttri leið en ástand hans hrakaði skyndilega og hann lést svo rúmum þremur vikum eftir slysið.

Stefan Petrovski var ekki eini leikmaður Melaka United liðsins sem varð fyrir eldingunni en liðfélagi hans, hinn 21 árs gamli Muhd Afiq Azuan, slapp mun betur. Hann náði aftur meðvitund og hafði heppnina með sér.

Stefan Petrovski átti framtíðina fyrir sér og sumir sáu hann geta náð langt í fótboltanum.

„Hann var áhugasamur og duglegur markvörður sem ætlaði sér að verða besti markvörður landsins. Hann var góður og glaðvær strákur, vel liðinn af liðsfélögum sínum og vildi alltaf bæta sig," sagði  Khairi Anuar Ahmad, varaforseti Melaka United í viðtali við New Straits Times.

„Ég var í algjöri sjokki þegar ég frétti af þessum," sagði Anuar Ahmad.

Melaka United spilaði í b-deildinni í Malasíu. Petrovski var bæði af áströlskum og malaískum ættum en hann spilaði fyrir Sydney Olympic í Ástralíu áður en hann flutti til Malasíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×