Handbolti

Ungu strákarnir hans Alfreðs lögðu dýrasta lið heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var ekki gefin tomma eftir í leiknum í kvöld.
Það var ekki gefin tomma eftir í leiknum í kvöld. vísir/epa
Stórliðin Kiel og PSG mættust í kvöld í frábærum handboltaleik í Meistaradeildinni.

Eftir mikil átök vann lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, dramatískan sigur, 28-27. Christian Zeitz skoraði lokamarkið 27 sekúndum fyrir leikslok. '

Þó svo PSG væri manni fleiri í lokasókninni þá tókst liðinu ekki að koma skoti á markið og leikmenn Kiel fögnuðu ógurlega.

Svíinn ungi Lukas Nilsson var markahæstur í þeirra liði með fimm mörk í fimm skotum. Austurríkismennirnir ungu, Nikola Bilyk og Raul Santos, skoruðu báðir fjögur mörk sem og Christian Zeitz.

Uwe Gensheimer skoraði tíu mörk fyrir PSG og Króatinn Luka Stepancic fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×