Körfubolti

Ungu silfurdrengirnir fengu höfðinglegar móttökur í Leifsstöð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ungu strákarnir í Leifsstöð í nótt.
Ungu strákarnir í Leifsstöð í nótt. ljósmynd/kkí
Ungu strákarnir okkar í U20 ára landsliði karla í körfubolta, sem unnu silfur í B-deild Evrópumótsins á sunnudaginn, fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir lentu í Leifsstöð í nótt.

Sendinefnd KKÍ var mætt til að taka á móti silfurstrákunum og fengu þeir allir blómvönd er þeir komu heim sem hetjur en aldrei áður hefur U20 ára landsliðið náð svona góðum árangri.

Eftir minnkun A-deildarinnar hefur B-deildin aldrei verið jafnsterk en íslensku strákarnir gerðu sér samt lítið fyrir og komust í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu grátlega fyrir Svartfellingum í framlengdum úrslitaleik.

Ísland komst samt sem áður upp í A-deildina og spilar næsta Evrópumót á meðal 16 bestu þjóða álfunnar í þessum aldursflokki. Svo sannarlega frábær árangur.


Tengdar fréttir

Svekkjandi tap en mögnuð frammistaða

Íslenska tuttugu ára landsliðið í körfubolta lék í kvöld til úrslita í B-deild Evrópukeppni U-20 karla í körfubolta og mætti liðið Svartfjallalandi. Ísland tapaði leiknum 78-76 eftir framlengdan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×