Innlent

Ungt fólk vill Pírata: 45 prósent styðja flokkinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Píratar mælast með 45 prósent hjá fólki undir fimmtugu en 26 prósent hjá þeim sem eru eldri.
Píratar mælast með 45 prósent hjá fólki undir fimmtugu en 26 prósent hjá þeim sem eru eldri. Vísir/GVA
Píratar mælast með 45 prósenta fylgi á meðal fólksundir fimmtugu. Flokkurinn sækir stuðning sinn helst til þessa hóps en fólk á aldrinum 50 ára og eldri styður frekar fjórflokkinn. Í aldursflokknum nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 25 prósenta stuðnings. Þetta kemur fram Í nýrri könnun fréttastofu 365

Píratar, sem heilt á litið mælist stærsti flokkurinn, er næst stærstur í aldursflokknum 50 ára og eldri, með 26,3 prósent stuðning. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur í þeim aldursflokki, með 33,9 prósent. Hinir flokkarnir sem eiga sæti á þingi mælast frekar með stuðning hjá þeim eldri.

Könnunin gefur líka sterkar vísbendingar um að Samfylkingin eigi ekki upp á pallborðið hjá ungu fólki. Flokkurinn mælist með 4,6 prósent stuðning hjá fólki undir fimmtugu en 12 prósent hjá þeim sem eldri eru. Heilt á litið mælist flokkurinn með 8 prósent fylgi.

Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn mælast með álíka fylgi í báðum aldursflokkum. Vinstri græn með 9,7 prósent hjá yngri hlutanum en 10 prósent hjá þeim eldri. Framsóknarflokkur mælist með 8,8 hjá fólki undir fimmtugu og 11 prósent hjá þeim eldri. Sem sagt innan skekkjumarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×