Enski boltinn

Ungstirnið á radar Klopps fer ekki til Liverpool í janúar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dahoud sló í gegn á síðasta tímabili.
Dahoud sló í gegn á síðasta tímabili. vísir/getty
Þýski miðjumaðurinn Mahmoud Dahoud fer ekki frá Borussia Mönchengladbach í janúar. Þetta segir Max Eberl, íþróttastjóri félagsins.

Dahoud sló í gegn á síðasta tímabili þegar hann skoraði fimm mörk og gaf átta stoðsendingar í 32 deildarleikjum fyrir Gladbach.

Frammistaða hans vakti athygli stórliða á borð við Paris Saint-Germain og Liverpool en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ku vera mikill aðdáandi Dahoud.

Hinn tvítugi Dahoud fer þó ekkert í janúar ef marka má orð íþróttastjóra Gladbach.

„Það eru núll prósent líkur á því að Mahmoud fari í janúar,“ sagði Eberl í samtali við Kicker.

„Það er ekkert tilboð á borðinu og við höfum aldrei fengið tilboð í hann,“ bætti Eberl við.

Mahmoud er fæddur í Sýrlandi en fluttist ásamt foreldrum sínum til Þýskalands þegar hann var smábarn. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×