Innlent

Ungmennaráð UNICEF stendur fyrir Heilabroti

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Ungmennaráð UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu Heilabrot en markmið þess er að vekja athygli á viðvarandi úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn fordómum. Stuttmyndin Heilabrot var frumsýnd í kvöld í Bíó Paradís.

Í myndinni fer fótbrotinn drengur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og um barn með geðröskun væri að ræða. Hann kemur inn á bráðamóttöku og þarf á læknishjálp að halda en er sagt að koma aftur eftir nokkra mánuði. Þetta er veruleiki margra barna með geðrænan vanda.

Samhliða myndinni stendur ungmennaráðið fyrir táknrænni aðgerð þar sem fólki er boðið að sýna málefninu stuðning með því að hringja í númerið 620-9112 og skilja eftir missed call hjá heilbrigðisráðherra, sem ber ábyrgð á þjónustu við börn með geðrænan vanda á Íslandi. Ungmennaráð mun síðan afhenda ráðherranum símann með ósvöruðu símtölunum til að minna hann á að kalli margra barna um hjálp er ósvarað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×