Erlent

Unglingur tók þátt í Facebook-áskorun og kveikti í sér

Strákurinn tók þátt í áskorun á Facebook.
Strákurinn tók þátt í áskorun á Facebook. Vísir/Getty
Fimmtán ára gamall drengur frá Kentucky í Bandaríkjunum var lagður inn á spítala eftir að hann kveikti í sér. Drengurinn tók þátt í áskorun á Facebook, sem á ensku er kölluð „Fire Challenge“. Hann hellti alkóhóli á bringuna á sér og kveikti í með þeim afleiðingum að hann hlaut annars stigs brunasár. Sjúkraliðar og slökkviliðsmenn voru kallaðir út.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsstöðinni WKYT.

Upphaflega gekk áskorunin „Fire Challenge“ út á að karlmenn kveiktu í bringuhárum sínum. Áskorunin hefur síðan stigmagnast og hafa margir notað eldfiman vökva til þess að bæta í áskorunina.

Fréttastofa CBS í Clevelend ræddi við drenginn sem er fullur eftirsjá. „Ég var búinn að sjá þessi myndbönd, en ég var aldrei búinn að sjá hvernig þau enduðu,“ sagði hann. Honum líður illa í bringunni eftir gjörninginn. „Um leið og ég slökkti eldinn sá ég sárin,“ sagði hann.

Slökkviliðsmenn í Bandaríkjunum biðla til ungs fólks að taka ekki þátt í áskoruninni. „Fólk getur brunnið. Það getur kviknað í öllu í kringum fólk. Þetta er stórhættulegt,“ sagði einn slökkviliðsmaður sem CBS ræddi við.

Í sjónvarpsfréttinni hér að er einnig viðtal við móður í sama hverfi og drengurinn er frá, sem segir mikilvægt að fylgjast með hvað börnin manns gera á samfélagsmiðlunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×