Erlent

Unglingur sem vanhelgaði styttu af Jesú gæti verið á leið í steininn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Styttan umrædda.
Styttan umrædda. Myndir/Facebook
Fjórtán ára drengur búsettur í Vestur-Pennsylvaníu hefur verið ákærður fyrir að vanhelga styttu af Jesú. Lék drengurinn eftir kynlífsathöfn með styttunni og birti myndirnar á internetinu.

Ákæran hefur ekki verið gerð opinber vegna aldurs drengsins en Altoona Mirror greinir frá því að ákæran byggi á lögum frá 1972 sem leggja blátt bann við því að vanhelga líkneski og aðrar helgar styttur. Drengurinn á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi.

Styttan er í eigu safnaðarins Love in the Name of Christ. Talsmaður safnaðarins, Bev Patten, segir söfnuðinn ekki hafa lagt fram kæru vegna málsins.

„Við brugðumst við með því að biðja fyrir unga manninum,“ sagði Patten.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×