Erlent

Unglingur handtekinn fyrir grimmilegt morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Samnemendur Ryota Uemura biðja fyrir honum, þar sem nakið lík hans fannst í síðustu viku.
Samnemendur Ryota Uemura biðja fyrir honum, þar sem nakið lík hans fannst í síðustu viku. Vísir/AFP
Lögregla í Japan hefur handtekið ungling fyrir morð eftir að lögregluþjónar fundu í síðustu viku illa leikið lík 13 ára drengs. Á líkinu mátti sjá að einhver hafði reynt að skera höfuðið af drengnum með hníf sem fannst nærri.

Samkvæmt þarlendum fjölmiðlum telja rannsakendur að unglingurinn hafi verið að reyna að leika eftir myndbönd Íslamska ríkisins af aftökum gísla. Böðlar ISIS hafa skorið höfuðin af fjölda gísla hryðjuverkasamtakanna og birt hryllileg myndbönd af morðunum á netinu.

Þar á meðal voru tveir japanskir gíslar Íslamska ríkisins myrtir á þennan hátt. Ofbeldisglæpir af þessari tegund eru fátíðir í Japan.

AFP fréttaveitan segir frá því að talsmaður lögreglunnar hafi ekki staðfest þessa frásögn, hafi 18 ára maður verið handtekinn og handtökuskipun verið gefin út á tvo aðra. Fórnarlambið, Ryota Uemura, hafði orðið fyrir árásum þremenninganna í skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×