Innlent

Búið að bera stúlkuna niður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Horft inn eftir Hvalfirði.
Horft inn eftir Hvalfirði. Vísir/gva
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á sunnanverðu Vesturlandi voru kallaðar út fyrir um stundu vegna óhapps í Hvalfirði.

Í tilkynningu segir að um unglingsstúlku sé að ræða sem var að ganga Síldarmannagötur ásamt fleirum er hún féll og hlaut áverka á fæti svo hún er ófær með gang.

Talið er að hún sé um einn og hálfan kílómetra frá vegi -  „svo um nokkurn burð er að ræða og meðal annars niður allbratta fjallshlíð,“ eins og segir í tilkynningunni frá Landsbjörg.

Um 20 björgunarsveitarmenn eru á leið á staðinn en reikna má með að á þriðju klukkustund taki að koma henni niður á veg. 

Uppfært 20:25

Björgunarmenn eru búnir að bera stúlkuna niður. Hún er komin í sjúkrabíl og er á leið á sjúkrahús. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×