Innlent

Unglingar í Háteigsskóla stofna femínistafélag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Femínistafélög hafa verið stofnuð í nokkuð mörgum framhaldsskólum síðustu misseri en minna hefur borið á því að slík félög séu starfrækt við grunnskóla landsins.
Femínistafélög hafa verið stofnuð í nokkuð mörgum framhaldsskólum síðustu misseri en minna hefur borið á því að slík félög séu starfrækt við grunnskóla landsins. Vísir/Andri Marinó
Unglingar í félagsmiðstöðinni 105 sem starfrækt er við Háteigsskóla héldu í kvöld stofnfund Femínistafélags 105 og Háteigsskóla.

Femínistafélög hafa verið stofnuð í nokkuð mörgum framhaldsskólum síðustu misseri en minna hefur borið á því að slík félög séu starfrækt við grunnskóla landsins.

Í frétt á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar segir að Femínistafélagið muni meðal annars standa fyrir fræðslu og sýna þætti og heimildamyndir. Þá séu allir velkomnir í félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×