Innlent

Ungliðahreyfingarnar ætla að beita sér gegn áreitni innan flokkanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Sumar kvennna sem skrifuðu undir yfirlýsingu hafa starfað á Alþingi.
Sumar kvennna sem skrifuðu undir yfirlýsingu hafa starfað á Alþingi. Vísir/Anton Brink
Gríðarlega mikilvægt er að taka kynferðislegri áreitni og  valdbeitingu í íslenskum stjórnmálum. Í sameiginlegri ályktun frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna kemur fram að þær ætli að beita sér að fullum krafti fyrir breytingum innan flokkanna.

Um þrjú hundruð konur í íslenskum stjórnmálum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um reynslu sína af kynferðisáreitni og ofbeldi í gær. Í ályktun Ungra vinstri grænna, Uppreisnar, Sambandi ungra framsóknarmanna, Ungra jafnaðarmanna, Ungra sjálfstæðismanna og Ungra píratar er því fagnað að konu hafi stigið fram og rofið þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála.

„Þegar slík misbeiting valds fær að viðgangast ýtir sú háttsemi undir að stjórnmálaumhverfið sé konum fjandsamlegt og getur leitt til þess að konur fái færri tækifæri og endist skemur í stjórnmálum,“ segir í ályktun ungliðahreyfinganna.

Því telja þær gríðarlega mikilvægt að opin umræða eigi sér stað um misbeitingu sem þessa og að skýrir verkferlar séu til staðar innan stjórnmálahreyfinga til þess að taka á slíku. Þannig verði þeim sem verða fyrir áreiti gert auðveldara fyrir að tilkynna áreitið og líklegra að gerendur verði látnir sæta afleiðingum gjörða sinna.

„Að taka á þessu er gríðarlega mikilvægt fyrir konur í stjórnmálum, bæði nú og þegar til framtíðar er litið, til þess að konur hafi jöfn tækifæri til stjórnmálaþátttöku og karlar,“ segir þar ennfremur.

Því munu ungliðahreyfingarnar beita sér að fullum krafti fyrir breytingum innan sinna flokka og fylgja því eftir að skýrir verkferlar séu settir fram til þess að taka á kynferðislegri áreitni og valdbeitingu innan flokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×