FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Ungir menn slógust međ hnífum í Kópavogi

 
Innlent
09:28 10. JANÚAR 2016
Turninn í Kópavogi. Myndin tengist fréttinni ekki beint
Turninn í Kópavogi. Myndin tengist fréttinni ekki beint VÍSIR

Tveir ungir menn í Kópavogi voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um slagsmál í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að mennirnir voru báðir í annarlegu ástandi og voru þeir fluttir í fangageymslu þar sem þeir voru vistaðir. Málið er nú til rannsóknar.

Þá var einnig óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingahúsi í miðborginni um svipað leyti. Þar höfðu tveir menni stungið af frá reikningi deginum áður en annar mannanna hafði snúið aftur á vettvang á tólfta tímanum. 

Að sögn lögreglunnar var hann þangað kominn til að vitja síma sem hann hafði gleymt. Ekki er tilgreint í dagbók lögreglunnar hverjar málalyktir voru. 

Lögreglan þurfti einnig að hafa ítrekað afskipti af hvers kyns hávaða sem raskaði ró borgarbúa. „Mikið um tilkynningar til lögreglu vegna partýhávaða, hávaða frá flugeldum ofl," eins og það er orðað í dagbók lögreglunnar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ungir menn slógust međ hnífum í Kópavogi
Fara efst