Innlent

Ungir jafnaðarmenn ósáttir við að Björgvin G. setjist á þing

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson vísir/anton
Miðstjórn Ungra jafnaðarmenn hefur ítrekað ályktun sína frá 20. janúar vegna Björgvins G. Sigurðarssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Ályktunin var send í kjölfar þess að upp komst að Björgvin hafði notað opinbert fé í eigin þágu þegar hann var sveitarstjóri Ásahrepps.

Í ályktuninni hvatti UJ Björgvin „til að stíga til hliðar sem varaþingmaður Samfylkingarinnar uns hann nýtur aftur trausts flokks síns og almennings.“

Björgvin mun taka sæti á þingi í dag klukkan 15 og hafa ungir jafnaðarmenn nú ítrekað afstöðu sína í ljósi þess, en ítrekunin var birt á vef UJ í dag ásamt ályktuninni í heild sem lesa má hér að neðan:

„Ungum jafnaðarmönnum er brugðið vegna frétta sem berast af varaþingmanni Samfylkingarinnar, Björgvini G. Sigurðssyni. Björgvin fór ranglega með opinbera fjármuni í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps og brást þar með trausti almennings.

Mikilvægt er að skattgreiðendur standi í vissu um að opinberir fjármunir séu aðeins notaðir í almannaþágu en renni ekki í vasa opinberra starfsmanna. Í því samhengi skiptir ekki máli hvort að fjármunir eigi að stoppa þar við í styttri eða lengri tíma. Í ljósi þessa hvetja Ungir jafnaðarmenn Björgvin til að stíga til hliðar sem varaþingmaður Samfylkingarinnar uns hann nýtur aftur trausts flokks síns og almennings.

Að lokum vilja Ungir jafnaðarmenn óska Björgvini góðs bata og velfarnaðar.“


Tengdar fréttir

Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi

Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×