Innlent

Ungir herrar buðu í dans

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ungmennaráð Seltjarnarness stóð í dag fyrir árlegu hamóníkuballi eldri borgara. Þetta er í fjórða sinn sem Nikkuballið svokallaða er haldið, en þar fær fólk á besta aldri tækifæri til að skemmta sér saman.

Gunnar Kvaran harmóníkuleikari lék fyrir dansinum auk þess sem boðið var upp á bakkelsi af bestu gerð. 

Ungmennaráðið sem stendur fyrir ballinu er skipað  fólki á aldrinum 16-20 ára. Eins og sést á myndskeiðinu hér fyrir ofan var ansi kátt á hjalla í félagsheimili Seltjarnarness þar sem ungir sem aldnir stigu dans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×