Innlent

Ungir framsóknarmenn fordæma ummælin

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Stjórn sambands ungra framsóknarmanna fordæmir þau ummæli sem Rafn Einarsson, fulltrúi flokksins í hverfisráði Breiðholts, hefur látið falla um múslima að undanförnu.

Stjórnin segir ummælin með öllu óásættanleg. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér í dag.

„Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki, t.d eftir kynjaþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningafrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs,“ segir í stefnu flokksins í mannréttindamálum.

Stjórn sambands ungra framsóknarmanna fordæmir ummæli Rafns Einarssonar sem hann hefur látið falla um múslíma að undanfö...

Posted by Samband ungra framsóknarmanna on 15. apríl 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×