Innlent

Ungir drengir grófust undir snjó

Samúel Karl Ólason skrifar
Snjóplógur ruddi rúmum einum og hálfum metra af snjó yfir drengina.
Snjóplógur ruddi rúmum einum og hálfum metra af snjó yfir drengina. Vísir/AP
Tveir ungir drengir, ellefu og níu ára, sátu fastir í snjóskafli í nokkra klukkutíma eftir að snjóplógur ruddi snjó yfir þá. Þeir lifðu af vegna loftrýmis sem myndaðist í skaflinum. Leit hófst eftir að drengirnir skiluðu sér ekki heim.

Snjóplógurinn var notaður til að ryðja bílastæði við fjölbýlishúsið sem þeir búa í í gær, skammt frá New York, en ökumaður plógsins tók ekki eftir þeim. Hann ruddi rúmlega einum og hálfum metra af snjó yfir þá, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Þeir áttu erfitt með að hreyfa sig í skaflinum, en lítið rými sem myndaðist í kringum þá hélt lífi í þeim. Þeir voru þó ofkældir þegar lögreglan fann þá í nótt.

Íbúi fjölbýlishússins sá fót annars þeirra undir skaflinum og kallaði aðra íbúa til hjálpar sem grófu þá upp með höndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×