Erlent

Ungfrú Tyrkland dæmd fyrir að móðga forsetann

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Merve Büyüksaraç, fyrrverandi Ungfrú Tyrklands, var í dag dæmd í 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að móðga Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Brjóti hún aftur af sér mun hún þurfa að sitja í fangelsi.

Hin 27 ára gamla Büyüksaraç var í haldi lögreglu í skamman tíma árið 2014 eftir að hún birti grínljóð um forsetann, sem þá var forsætisráðherra, á Instagram.

Samkvæmt umfjöllun Guardian hefur Erdogan höfðað mál gegn nærri því tvö þúsund einstaklingum sem hann segir hafa móðgað sig. Réttarhöldin yfir því fólki hafa vakið upp spurningar um minnkandi frelsi einstaklinga í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×