Menning

Ungar stjörnur á uppleið

Magnús Guðmundsson skrifar
NEC Youth Philharmonic Orchestra
NEC Youth Philharmonic Orchestra
New England Conservatory YPO er ein þekktasta ungsinfóníuhljómsveit heims og hefur á að skipa 90 framúrskarandi tónlistarnemum á aldrinum 14-18 ára.

Hljómsveitin heldur ókeypis tónleika í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 28. júní kl. 17.00. „Margir af meðlimum sveitarinnar hafa síðar orðið á meðal virtasta tónlistarfólks heims, en aðeins þeir bestu komast inn,“ segir Valdimar Hilmarsson, sem hefur verið að aðstoða hljómsveitina á Íslandi. „Það er ekki oft sem fólki gefst kostur á að hlusta á svona frábæra tónleika og ekki sakar að þeir eru einnig ókeypis, en fólk verður þó að tryggja sér miða í gegnum miðasölu Hörpu.“

Á efnisskrá eru verk eftir Chadwick, Gandolfi og Rimsky-Korsakov ásamt Poeme Op. 25 eftir Chausson fyrir fiðlu og hljómsveit. Einleikari er Ari Vilhjálmsson, einn af okkar fremstu fiðluleikurum, en hann gegndi leiðandi stöðu í hljómsveitinni á námsárum sínum í Bandaríkjunum. Stjórnandi tónleikanna er hinn heimsþekkti David Loebel.

Hljómsveitin var með tónleika í Hofi síðastliðinn sunnudag við frábærar undirtektir og tekur einnig þátt í tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði sem fram fer um þessar mundir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×