Ung kona stungin til bana í Svíţjóđ

 
Erlent
23:28 25. JANÚAR 2016
Frá vettvangi í dag. Um er ađ rćđa miđstöđ fyrir hćlisleitendur á aldrinum fjórtán til sautján ára.
Frá vettvangi í dag. Um er ađ rćđa miđstöđ fyrir hćlisleitendur á aldrinum fjórtán til sautján ára. VÍSIR/EPA

Tuttugu og tveggja ára kona var í dag stungin til bana í miðstöð fyrir unga hælisleitendur í Molndal, skammt frá Gautaborg, í Svíþjóð. Árásarmaðurinn, sem er fimmtán ára hælisleitandi, var handtekinn síðdegis.

Starfsmönnum og íbúum tókst að yfirbuga piltinn og kalla til lögreglu en konan lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í bænum. Miðstöðinni hefur verið lokað tímabundið og íbúar fluttir um set.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, heimsótti staðinn nokkrum klukkustundum eftir morðið. Hann sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla að um væri að ræða „hryllilegan glæp“ og sagðist óttast að þeir yrðu fleiri.

Konan var starfsmaður í miðstöðinni, en ekki hefur verið greint frá nafni hennar né þjóðerni.

Málið er í rannsókn lögreglu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Ung kona stungin til bana í Svíţjóđ
Fara efst