Innlent

Ung kanadísk stúlka ferðast um heiminn og syngur þjóðsöngva á tungu innfæddra

Ung kanadísk stúlka, Capri Everitt, hefur síðastliðna átta mánuði ferðast ásamt fjölskyldu sinni til 79 landa og sungið þjóðsöng viðkomandi lands á þeirra tungumáli.

Capri söng í dag þjóðsöng Íslands fyrir framan Hallgrímskirkju ásamt hópi barna frá leikskólanum Rauðuborg.

Tilgangur hennar með þessu er að minna á að víða í heiminum séu börn sem minna mega sín og í leiðinni safna fyrir SOS barnaþorp.

Ísland er næstsíðasti viðkomustaður fjölskyldunnar en ferðalaginu lýkur í Washington þann 12. ágúst næstkomandi þar sem bandaríski þjóðsöngurinn verður sunginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×