Innlent

Undirskriftasöfnun gegn Tyson talin lýsa forneskjulegum viðhorfum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Formaður Afstöðu er óánægður með undirskriftasöfnun gegn Mike Tyson. Pawel Bartoszek telur hana rasíska.
Formaður Afstöðu er óánægður með undirskriftasöfnun gegn Mike Tyson. Pawel Bartoszek telur hana rasíska. Vísir
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, segir sorglegt að viðhorf um að einstaklingur skuli aldrei hljóta uppreisn æru séu enn við lýði á Íslandi í dag í bloggi sem birtist á vefsíðu Afstöðu í dag. Pistillinn ber titilinn: „Að fyrirgefa aldrei - ALDREI.“ Tilefnið er undirskriftasöfnun sem hópurinn Aktivistar gegn nauðgunarmenningu hafa hrundið af stað til að mótmæla komu hnefaleikakappans Mike Tyson til landsins.

„Hvernig getum við ætlast til þess að einstaklingur sem hefur setið af sér dóm geti breyst og betrast ef að samfélag manna mun aldrei taka hann í sátt að nýju – ALDREI,“ spyr Guðmundur. Hann bendir á að sýningin sem Mike Tyson hyggst koma með til landsins fjalli um líf hans, erfiða æsku, brotna fjölskyldu. Hún segi frá einstaklingi sem flosnaði upp úr skóla, leiddist út í glæpi og fíkniefnaneyslu og endaði í fangelsi.

Forneskjuleg viðhorf


Drög hafa verið lögð að breyttu kerfi á Íslandi sem mun byggjast á betrun í stað refsihyggju.

„Vonir standa til að slíkt frumvarp verði innleitt í lög á næsta löggjafarþingi. Enn virðist þó refsihyggjan vera ríkjandi hjá fámennum hópi hér á landi, þrátt fyrir að rannsóknir og reynsla á Norðurlöndunum sýni að sú stefna sem þar hefur verið innleidd, sem byggir á betrun þar sem lögð er áhersla á menntun og aðstoð að afplánun lokinni, hefur skilað gífurlegum árangri: færri endurkomum í fangelsi og virkri jákvæðri þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun,“ skrifar Guðmundur.

Sjá einnig: Tyson ekkert velkominn

„Í dag er kominn tími fyrir "zero tolerance“, það er komið nóg af því að leyfa mönnum að njóta vafans trekk í trekk þegar þeir sýna engin merki um betrun,“ sagði forsvarskona söfnunarinnar.Mynd/aðsend
„Það er því með hreinum ólíkindum að verða vitni að forneskjulegum viðhorfum þar sem hópur manna í samfélagi vill gera aðra hornreka. Það er nefnilega ekki nóg að líta bara svo á að tilgangur fangavistar eigi að vera betrun ef samfélagið er síðan ekki tilbúið til að samþykkja einstaklinginn að afplánun lokinni. Við eigum því að fagna þegar fólk eins og Mike Tyson kemur fram með það að markmiði að nýta reynslu sína, öðrum víti til varnaðar, samfélaginu öllu í hag.“

Fleiri lýsa andúð sinni á undirskriftarsöfnuninni

Guðmundur hvetur alla þá sem hafa áhuga á að hlýða á breyttan mann segja frá torfarinni sögu sinni að fara á sýningu Tyson. „Jafnframt sem ég býð til uppbyggilegrar og málefnalegrar umræðu um betrunarstefnuna á Facebook-síðu Afstöðu.“

Fleiri hafa lýst yfir óánægju sinni með undirskriftarsöfnunina. Þar má nefna Pawel Bartoszek sem telur að í henni felist í raun rasismi.

„Paul McCartney notaði börn sín sem burðardýr fyrir eiturlyf. John Lennon lamdi allar konur sem hann kom nálægt. En það loðir betur við svart fólk að vera skrímsli. Þeim ert aldrei fyrirgefið,“ skrifaði Pawel á Facebook í dag.

Paul McCartney notaði börn sín sem burðardýr fyrir eiturlyf. John Lennon lamdi allar konur sem hann kom nálægt. En það loðir betur við svart fólk að vera skrímsli. Þeim ert aldrei fyrirgefið.

Posted by Pawel Bartoszek on Saturday, July 4, 2015
Yfir hundrað manns hafa líkað við færsluna.

Þá telur rithöfundurinn Mikael Torfason ekki rétt að segja að þöggun ríki um ofbeldi Tyson. „Maðurinn sat í fangelsi í nokkur ár. Ég held það sé oftast tekið fram í umfjöllun um manninn.“ Hann tekur undir orð Pawels og vísar í frétt Vísis í dag.

Það er náttúrulega lítil þöggun um ofbeldi Tyson. Maðurinn sat í fangelsi í nokkur ár. Ég held það sé oftast tekið fram ...

Posted by Mikael Torfason on Saturday, July 4, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×