Innlent

Undirrituðu viljayfirlýsingu um íbúðir fyrir eldri borgara

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir við undirritun.
Dagur B. Eggertsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir við undirritun. Mynd/Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Þórunn Sveinsbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara, undirrituðu viljayfirlýsingu í frístunda- og félagsmiðstöðinni í Árskógum þann 22. apríl þar sem Reykjavíkurborg lýsir yfir vilja til að úthluta lóð til Félags eldri borgara með byggingarrétti fyrir fjölbýlishús með allt að 50 íbúðum fyrir eldri borgara við Árskóga nr. 1-3 í Suður Mjódd.



Ákveðið er að breyta nokkuð gildandi deiliskipulagi lóða við Árskóga og tengigangi að þjónustumiðstöð við Skógarbæ. Reykjavíkurborg skuldbindur sig ekki til að kosta gerð tengigangsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×