Innlent

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð á fullu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Undirbúningur er nú hafinn fyrir þjóðhátíð í Eyjum sem byrjar á morgun. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru heimamenn byrjaðir að tjalda hvítu tjöldunum sínum.

Þá er yngra fólkið byrjað að koma sér fyrir í sínum tjöldum, en Húkkaraballið margfræga er í kvöld.

Óskar Friðriksson, ljósmyndari, segir að veðrið hafi versnað eftir hádegi í dag og úrkoma hafi fylgt. Það hafi þó gengið niður er leið á daginn.

Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson
Mynd/Óskar P. Friðriksson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×