Skoðun

Undir fíkjutré - saga af trú, von og kærleika

Anna Lára Steindal skrifar
„Pabbinn minn, Aldanony Mousa Faraj fæddist undir fíkjutré í aldingarði Faraj fjölskyldunnar við rætur Nafusa fjallanna í Trípólítanía í Líbíu árið 1944. Þetta var góð byrjun á lífi því fíkjur eru blessaður ávöxtur himnanna sem Múhameð spámaður (friður sé með honum) hafði sérstakt dálæti á. Daginn sem hamingjubarnið hann pabbi minn fæddist stóðu fíkjutrén í ilmandi blóma og landið sjálft á tímamótum. Nýlendutíð Ítala var nýlokið og fjölskylda mín, sem hafði verið andsnúin nýlenduherrunum og barist gegn þeim, horfði með nýrri von til framtíðar. Þrjátíu árum síðar, daginn sem ég fæddist á dyrapallinum á húsi ömmu minnar og afa í Ar – Rabhta, þorpi fjölskyldunnar í margar kynslóðir, hafði Líbía breyst í helvíti á jörð.“

Á þessum orðum hefst lífssaga Ibrahems Faraj sem ég er að skrásetja. Eftir því sem verkefninu vindur fram sannfærist ég æ betur um að þetta er mkikvægasta verkefni sem ég tekið að mér vegna þess að saga Ibrahems fjallar í raun um næstum allt sem skiptir máli í lífinu! Hún lýsir því hvernig fólk sem býr við kúgun, óréttlæti og kerfisbundinn ótta getur eftir sem áður viðhaldið trú, von og kærleika. Hún fjallar um hvernig óttinn eitrar og skemmir en kærleikurinn nærir og byggir upp. Hún kennir okkar að glata aldrei trú, von og kærleika því það sem er brotið niður má alltaf byggja upp aftur með réttu hugarfari; líf, traust, samfélög, fjölskyldur, sannleika, hamingju  ......

Ibrehem Faraj kom til Íslands sumarið 2002 eftir að hafa hrakist frá heimalandinu, Líbíu, vegna þess hversu óstírilátur og gangrýninn hann var á stjórnarfar Gaddafi og það samfélag ótta og yfirgangs sem skapast hafði í stjórnartíð hins brjálæða einræðissherra. Sjálfur var hann fæddur og uppalin í Líbíu og þekkti ekkert annað en líf undir harðstjórn. En þrátt fyrir að Gaddafi legði sig í framkróka við að stjórna þeim upplýsingum sem fólkið í Líbíu fékk um umheiminn og umheimurinn um Líbíu lét Ibrahem ekki narrast og hélt uppi andófi sem fólst fyrst og fremst í því að ástunda gagnrýna hugsun og hvetja aðra til þess sama. Hann beitti ekki ofbeldi og ekki lagði hann á ráðin um úthugsuði pólitíks plott – Ibrahem Faraj var bara strákur sem neitaði að gangast inn á áróður spunameistaranna og fékk að gjalda fyrir það. Enda kom það fáum á óvart að þegar Ibrahem var 28 ára lenti hann á svörtum lista Gaddafis yfir andófsmenn og varð að flýja land til að bjarga lífi sínu. Hann endaði á Íslandi, eftir margra vikna flæking upp eftir Evrópu þar sem hann öðlaðist innsýn inn í líf hælisleitenda sem þvælast allslausir, hræddir og varnarlausir um Evrópu í leit að öryggi og betra lífi. Hann endaði á Íslandi í júlí 2002 og við tók áralöng glíma við kerfið hér á landi sem lauk í desember 2012 þegar Alþingi veitti honum íslenskt ríkisfang. Nú felst glíma hans í því að finna jafnvægi milli heimanna tveggja sem hann tilheyrirr; Íslands og Líbíu.

Hælissaga Ibrahems á Íslandi spannar helstu umbrotatíma í málalflokknum, en eftir að Ísland gerðist aðili að Shengen samstarfinu margfaldaðist fjöldi þeirra sem komu í hælisleit til Íslands.  Fyrir 2002 var um að ræða á bilinu 20 – 30 einstaklinga á ári, 2002 voru þeir ríflega 150. Undanafarið hafa hælismál verið mikið í umræðunni og verður saga málaflokksins rakin í gegnum sögu Ibrahems.

Árum saman var Ibrahem synjað um hæli á Íslandi en vegna þess að ekki lá fyrir hvaðan hann kom til Íslands var ekki hægt að vísa honum á brot.

Ibrahem viðurkenndi að hafa framvísað fösluðum skilríkum, en vegna ótta við yfirvöld í heimalandinu þorði hann ekki að gefa upp sitt rétta auðkenni. Á þessum tíma var Gaddafi að komast aftur undir pilsfald stjórnvalda á Vesturlöndum, eftir áralanga útskúfun. Vesturlönd sáu í Gaddafi bandamann í stríðinu gegn hryðjuverkum, og Gaddafi sjálfur - sem hafði átt í miklum útistöðum við íslamista í Líbíu - sá sér leik á borði með að komast aftur í náðina. Undir þessum kringumstæðum slóu útlendingayfirvöld á Íslandi því á föstu að Ibrahem Faraj væri í hættu í Líbíu vegna þess að hann hefði verið í slagtogi við íslamista–  þar með var hann einnig óvinur Vesturlanda og á þeim forsendum var honum synjað um hæli á Íslandi. Þessi röksemdafærsla var kolröng!

Eftir fall Gaddafi þorði Ibrahem loks að  kalla eftir pappírum sínum frá Líbíu og í kjölfarið fékk hann dvalarleyfi og að lokum ríkisfang á Íslandi. Arabíska vorið svo kallað spilar því sórt hlutverk í sögu hans á Íslandi. Í sögu Ibrahems verður leitast við að varpa ljósi á hvernig atburðir í heimssögunni, á borð við þessa, spila með líf hælisleitenda og hafa áhrif á aðstæður þeirra. Ibrahem hefur tekið ríkan þátt í uppbyggingu íslam á Íslandi og verður þeim þætti einnig gerð skil í sögunni.

Í júlí eru liðin tólf ár síðan Ibrahem kom fyrst til Íslands. Með allar eigur sínar  í svartri ferðatösku, falsað vegabréf og dúndrandi hjartslátt hóf hann vegferð sína hér á landi. Sennilega hefði hann aldrei komið hefði hann vitað af þeim erfiðleikum sem biðu og áttu eftir að vera hlutskipti hans næsta áratuginn. Í dag er hann þó þakklátur fyrir allt og stoltur af íslensku ríkisfangi sínu. Sumar sögur enda vel – og nú vill Ibrahem deila einni slíkri með landinu sem tók á móti honum og veitti honum skjól,  í þeirri von að hún verði til þess að auka skilning á aðstæðum hælisleitenda á Íslandi og veiti innsýn í hvernig íslam er að þróast á Íslandi – í sátt við samfélagið af hálfu múslima, en Ibrahem hefur um langt árabil tekið þátt í því að þróa íslam á Íslandi.

Mig langar að biðja ykkur sem teljið mikilvægt að segja þessu sögu um aðstoð. Verkefnið er í fjármögnunarferli hjá Karolina fund – við höfum 15 daga til stefnu -  þar sem bjóðast ýmsar leiðir til að styrkja verkefnið – meðal annars má tryggja sér fyrifram áritað (af höfundi og söguhetju) eintak af sögunni. Nánari upplýsingar má finna á Karóína fund https://www.karolinafund.com/project/view/430

Allar nánari upplýsingar má finna á facebook síðu sem tileinkuð er verkefninu: https://www.facebook.com/pages/Undir-f%C3%ADkjutr%C3%A9-saga-um-tr%C3%BA-von-og-k%C3%A6rleika/1420415534881825?ref=hl

Og á bloggsíðu: https://asteindal.wordpress.com/




Skoðun

Sjá meira


×