Innlent

Undir 23 ára fá ekki að tjalda á Írskum dögum

Sveinn Arnarsson skrifar
Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi.
Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi. Fréttablaðið/GVA
Akraneskaupstaður bannar einstaklingum undir 23 ára aldri að nýta sér tjaldstæði bæjarins meðan Írskir dagar eru haldnir hátíðlegir um næstu helgi. Gerð er undantekning á reglunni fyrir barnafólk.

Þessar reglur hafa verið í gildi í nokkur ár, aðeins umrædda helgi. Þurfti bæjarfélagið að setja sér þessar reglur þar sem fyllirí og hávaði truflaði gesti hátíðarinnar að næturlagi.

Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir annað tjaldsvæði fyrir lögráða fólk undir 23 ára aldri ekki vera til í bæjarfélaginu og því geti þessi hópur ekki tjaldað á bæjarhátíðinni sem hefur að mestu farið vel fram síðustu ár. „Þessar reglur voru settar fyrir nokkrum árum og hefur þeim verið fylgt síðustu ár. Fólki undir 23 ára aldri er vísað frá tjaldstæðinu nema ef um barnafólk er að ræða,“ segir Regína. „Því miður reyndist nauðsynlegt að setja þessar reglur á sínum tíma, en þær eru vissulega umdeildar. Fólk undir 23 ára aldri getur þar af leiðandi ekki tjaldað hjá okkur á írskum dögum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×