Lífið

Unaðslestur og lostafullir tónar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Ragnheiður Eiríksdóttir segir margt hafa komið á óvart við gerð bókarinnar.
Ragnheiður Eiríksdóttir segir margt hafa komið á óvart við gerð bókarinnar. mynd/Gabrielle Motola
Ragnheiður H. Eiríksdóttir fagnar útgáfu bókar sinnar Kynlíf – já takk á fimmtudag á Lofti Hosteli.

Bókin kemur út þann dag og verður dreift í verslanir. Í boðinu mun Högni Egilsson, stjúpbróðir Ragnheiðar, syngja ljúfa og lostafulla tóna ásamt því að höfundur mun lesa upp úr bókinni.

„Já, ég ætla að vera með unaðslestur og árita rasskinnar gesta sem þess óska, já, eða bara bækur,“ segir Ragnheiður hlæjandi.

Hún hefur unnið að bókinni síðustu tvö ár og er hún byggð á nýjum og eldri skrifum hennar. Einnig verða viðtöl við íslenskar kynverur.

„Það kemur ýmislegt forvitnilegt um kynhegðun landans í ljós. Það var ýmislegt sem kom á óvart við gerð bókarinnar enda kemur kynlíf stöðugt á óvart. En fjölbreytileiki landans varðandi kynlíf er meiri en ég bjóst við.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×