Erlent

Umsátrinu í Roubaix lokið

Atli Ísleifsson skrifar
Neyðarástand ríkir í Frakklandi þessa dagana og hafa lögreglu- og hermenn verið sendir á vettvang víðs vegar um landið.
Neyðarástand ríkir í Frakklandi þessa dagana og hafa lögreglu- og hermenn verið sendir á vettvang víðs vegar um landið. Vísir/AFP
Lögreglu í franska bænum Roubaix tókst að frelsa gísla úr höndum vopnaðra innbrotsþjófa fyrr í kvöld. Vopnaðir menn króuðu sig af í byggingu eftir að hafa reynt að ræna bankastjóra og í kjölfarið tekið hann og fleiri í gíslingu.

Einn gíslatökumannanna er látinn en tveir voru handteknir. Roubaix í Frakklandi nærri belgísku landamærunum, en lögregla hefur staðfest að málið tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París.




Að sögn Nord Eclair hafa króuðu mennirnir sig af í byggingu á horni Avenue Gustave Delory og Rue Vaillant í Roubaix og girti lögregla af svæði þar í kring.



Misvísandi fréttir bárust um hvort mennirnir hafi verið með gísla í haldi eður ei, og sömuleiðis hvort einhver hafi særst. Franska blaðið Le Parisien segir að nú sé búið að koma gíslum í öruggt skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×