Íslenski boltinn

Umræða um umdeilt mark Árna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni VIlhjálmsson hefur verið iðinn við kolann í undanförnum leikjum.
Árni VIlhjálmsson hefur verið iðinn við kolann í undanförnum leikjum. Vísir/Daníel
Umdeilt atvik átti sér stað í leik Breiðabliks og Fram í 16. umferð Pepsi-deildar karla á mánudaginn var. Framarar áttu aukaspyrnu, Hafsteinn Briem rúllaði boltanum til baka á Denis Cardaklija, markvörð Fram, og ætlaði honum að taka spyrnuna.

Árni Vilhjálmsson aftur á móti hljóp að boltanum, tók hann og skoraði nánast í autt markið. Ívar Orri Kristjánsson sá ekkert athugavert og dæmdi markið gilt. Framarar voru ósáttir en Blikar fögnuðu eftir þessa ótrúlegu atburðarrás.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvað sérfræðingar Pepsi-markanna, Þorvaldur Örlygsson og Tómas Ingi Tómasson, höfðu um þetta umdeilda atvik að segja.


Tengdar fréttir

Sjáðu umdeilt mark Árna | Myndband

Árni Vilhjálmsson kom Breiðablik yfir í gær með vægast sagt skrautlegu marki en leikmenn Fram voru afar óánægðir þegar dómari leiksins dæmdi markið gilt.

Hafsteinn: Ég bauð upp á þetta

„Ég var að líta á þetta áðan, ég var í sjokki þegar dómarinn stoppaði þetta ekki en hann sá þetta ekki nægilega vel enda sneri hann baki í þetta,“ sagði Hafsteinn Briem þegar undirritaður bað hann um að lýsa fyrsta marki Breiðabliks í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×