Innlent

Ummæli Sigmundar Davíðs komin í heimspressuna

Jakob Bjarnar skrifar
vísir/stefán
Vefmiðillinn The Raw Story, sem helgar sig fréttum af stjórnmálum á heimsvísu, greinir frá því að forsætisráðherra Ísland, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, telji að loftslagsbreytingar bjóði upp á stórkostleg tækifæri fyrir Ísland í framtíðinni.

Fjölmiðillinn birtir þessa frétt upp úr fréttaskeyti frá AFP fréttastofunni undir fyrirsögninni "Iceland’s prime minister says climate change offers ‘great opportunities’ for his country" og er vitnað í orð hans, sem hann lét falla í viðtali við ríkisfréttastofu Íslands á miðvikudag, þess efnis að fyrirsjáanlegur sé vatnsskortur, orkuverð rjúki upp úr öllu valdi og mikill skortur á landrými með vísan til niðurstöðu rannsókna loftslagssérfræðingsins Laurence C. Smith. Í þessum hamförum verði vissulega þeir sem tapi og svo þeir sem vinni. Þetta muni fela í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland, meðal annars varðandi matvælaframleiðslu og sem miðstöð siglingaleiða um norðurhöf. Ísland muni blómstra við þessar kringumstæður.

Í fréttinni er þess jafnframt getið að orð Sigmundar Davíðs hafi fallið í fremur grýttan jarðveg meðal stjórnarandstöðunnar íslensku.


Tengdar fréttir

Sigmundur svarar fyrir sig

Forsætisráðherra svarað fyrirspurn um ummæli sem hann lét falla um loftslagsmál í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×