SUNNUDAGUR 26. FEBR┌AR NŢJAST 17:00

Vardy segist ekki hafa kalla­ eftir brottrekstri Ranieri

SPORT

UmmŠli gŠtu kosta­ fylgi hinsegin fˇlks

 
Erlent
00:01 12. MARS 2016
Clinton vi­ ˙tf÷r Nancy Reagan.
Clinton vi­ ˙tf÷r Nancy Reagan. V═SIR/EPA

Hillary Clinton, sem er í harðri baráttu við Bernie Sanders um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hún lét falla um Nancy Reagan fyrir skemmstu. Talið er að ummælin gætu haft það í för með sér að Clinton tapi fylgi hjá hinsegin fólki en í gegnum tíðina hafa þau verið einn dyggasti stuðningshópur hennar.

Nancy Reagan, fyrrum forsetafrú, lést síðustu helgi 94 ára að aldri. Útför hennar fór fram í gær og var Clinton meðal gesta. Í viðtali við á meðan útförinni stóð hrósaði Clinton, sem eitt sinn var einnig forsetafrú, stöllu sinni fyrir að baráttu hennar í málefnum sem tengjast Alzheimer-sjúkdómnum auk baráttu hennar gegn byssueign. Hún bætti síðan um betur og hrósaði henni fyrir framgöngu sína í baráttunni gegn alnæmi. Athygli vakti að forsetaframbjóðandinn minntist þátt Reagan óspurð.

„Það gæti verið að fólk muni ekki hver erfitt það var fyrir fólk að tala um HIV og alnæmi á níunda áratugnum. Það er meðal annars henni og eiginmanni hennar, og þá fyrst og fremst henni, að við hófum umræðu um vandamálið á landsvísu,“ sagði Clinton í viðtali við MSNBC.

Hinsegin fólk og baráttufólk fyrir réttindum HIV-smitaðra muna hins vegar söguna á annan hátt. Reagan hjónin, Nancy og Ronald, hefur báðum verið hallmælt sökum þess hve langan tíma það tók þau að viðurkenna vandann en það var fyrst gert í ræðu af forsetanum árið 1987.

Ummæli Clinton vöktu upp hörð viðbrögð og baðst hún afsökunar á þeim fáum klukkustundum eftir að hún lét þau falla.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / UmmŠli gŠtu kosta­ fylgi hinsegin fˇlks
Fara efst