Innlent

Umhverfisstofnun leyfir 1.200 tonna eldi í Önundarfirði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Margar athugasemdirnar við fiskeldi í Önundarfirði lutu að hugsanlegri ógn við laxfiska.
Margar athugasemdirnar við fiskeldi í Önundarfirði lutu að hugsanlegri ógn við laxfiska. Fréttablaðið/Pjetur
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir 1.200 tonna eldi fyrirtækisins Ís 47 á silungi og þorski í Önundarfirði á Vestfjörðum.

Sjö aðilar sendu Umhverfisstofnun ýmsar athugasemdir áður en starfsleyfið var gefið út. Landssamband veiðifélaga taldi „fráleitt“ að gefa út ný leyfi til sjókvíaeldis. Umhverfisstofnun segir sér bera að fara að gildandi lögum.

Norður-Atlantshafssjóðurinn sagði regnbogasilung ekki eiga heimkynni í Evrópu. Umhverfisstofnun segir það ekki líklegt til umhverfisáhrifa.

Þá sagðist Veiðifélag Langadalsárdeildar andvígt eldi laxfiska í sjó við Ísland. Hætta stafaði af slysasleppingum úr kvíunum fyrir villta stofna. „Þessi hætta er raunveruleg,“ svarar Umhverfisstofnun. „Af þessari ástæðu er sjókvíaeldi óheimilt á allmörgum svæðum við strendur landsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×