Erlent

Umhverfisráðherrar ESB-ríkja samþykkja Parísarsamninginn

Atli Ísleifsson skrifar
Ségolène Royal, umhverfisráðherra Frakklands, mætir til fundar í Brussel.
Ségolène Royal, umhverfisráðherra Frakklands, mætir til fundar í Brussel. Vísir/AFP
Umhverfisráðherrar aðildaríkja ESB hafa samþykkt að Parísarsamningurinn um loftslagsmál verði fullgildur.

Ségolène Royal, umhverfisráðherra Frakklands, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir „sigur“ vera í höfn.

Sérstakur fundur ráðherraráðs ESB var haldinn í dag til að ræða Parísarsamninginn, en málið kemur nú til kasta Evrópuþingsins.

Með fullgildingu ESB-ríkjanna, auk þess að búist er við að Indland fullgildi samninginn þann 2. október, verður svo gott sem búið að ná nægum fjölda ríkja sem standa fyrir nægri losun gróðurhúsalofttegunda til að samingingurinn taki gildi. Ljóst er að nægum fjölda ríkja verður náð nokkru fyrr en menn þorðu að vona.

Parísarsamningurinn var fullgiltur á Alþingi þann 19. september síðastliðinn.

Í samningnum er meðal annars kveðið á um að ríki heims stefni að því ná 40 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 miðað við útblástur árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×