Erlent

Umhverfis jörðina á 42 dögum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fjöldi fólks fagnaði með Gabart í borginni Brest.
Fjöldi fólks fagnaði með Gabart í borginni Brest. Vísir/AFP
Franski siglingamaðurinn François Gabart setti nýtt met í dag þegar hann sigldi umhverfis jörðina á 42 dögum og 16 klukkutímum. Sló hann fyrra met samlanda síns sem hafði siglt sömu vegalengd á 48 dögum. The Guardian greinir frá.

Gabart kláraði ferðina við Ouessant eyju við vesturströnd Frakklands. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman við höfnina í borginni Brest til að fagna með honum en hann lagði af stað þaðan 4. nóvember síðastliðinn.

Mikill fjöldi báta fylgdi honum lokaspölinn eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×