Innlent

UMFÍ afhenti Akureyrarbæ þakkarskjöld

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Helga Guðrún og Eiríkur Björn.
Helga Guðrún og Eiríkur Björn. mynd/umfí
Unglingalandsmót UMFÍ var sett í gær á Akureyri með glæsilegri athöfn. Að lokinni setningarathöfninni afhenti Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, fyrir hönd hreyfingarinnar Akureyrarbæ þakkarskjöld. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri veitti skildinum viðtöku.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir sagði af þessu tilefni það heiður fyrir hönd hreyfingarinnar að fá að afhenda Akureyrarbæ þennan þakkarskjöld fyrir það dugmikla og kröftuga starf sem hefur verið unnið í bænum. Þá vildi hún ennfremur koma á framfæri þakkir til sjálfboða sem unnið hefðu ómetanlegt starf.

Fyrir á svæðinu eru þakkarskildir frá Landsmóti UMFÍ 1909, 1955, 1981 og 2009. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Unglingalandsmót er haldið á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×