Innlent

Umferðarmet frá árinu 2008 enn óhaggað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Umferðin í Hvalfjarðargöngum 2014 jókst um þrjú prósent frá fyrra ári og að jafnaði óku 5.360 ökutæki um göngin á sólarhring. Hvalfjarðargöngin voru þó lokuð vegna malbikunar heila helgi í október. Þetta kemur fram á vef Spalar.

Umferðarmetið frá árinu 2008 stendur þó enn óhaggað. Þá fóru liðlega tvær milljónir ökutækja um göngin, um 5.500 ökutæki á sólarhring, og er það eina árið sem tveggja milljóna múrinn rofnaði.

Vegagerðin segir aðra sögu af hringveginum en þar mældist meiri umferð 2014 en frá upphæfi mælinga og jókst um nær sex prósent frá fyrra ári. Þá jókst umferðin á hringveginum í desember 2014 um ríflega sex prósent, miðað við sama mánuð 2013. Í Hvalfjarðargöngunum dróst hins vegar umferðin í desember saman um nær 1,6 prósent frá sama mánuði 2013.

Á höfuðborgarsvæðinu var mest umferð á föstudögum en langminnst á sunnudögum.


Tengdar fréttir

Spölur hagnaðist um 355 milljónir króna

Spölur, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, hagnaðist um 355 milljónir króna á síðasta ári sem var aukning um 117 milljónir króna frá fyrra ári.

Siglingar milli Reykjavíkur og Akraness gætu hafist á ný

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi undirrituðu viljayfirlýsingu í morgun um það að bæjarfélögin hefji sameiginlega skoðun á því hvort flóasiglingar á milli Akraneskaupstaðar og Reykjavíkur geti verið góður valkostur í almenningssamgöngum.

Hvalfjarðargöngin opin á ný

Malbikun slitlags í Hvalfjarðargöngunum gekk samkvæmt áætlun um helgina og var opnað fyrir umferð um göngin á nýjan leik klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×