Erlent

Umfangsmikil leit vegna skotárásar í Bandaríkjunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Washington ríki í Bandaríkjunum eftir að fimm manns voru skotin til bana í verslunarmiðstöð. Fjórar konur og einn maður lét lífið í árásinni sem talið er að hafi verið framin af einum manni vopnuðum riffli. Riffillinn er fundinn, en lögreglan hefur ekki borið kennsl á árásarmanninn.

Lögreglan hefur ekki borið kennsl á árásarmanninn.Vísir/AFP
Steve Sexton, bæjarstjóri Burlington, segir skotárásina vera „óskiljanlega“. Um 8.600 manns búa í bænum. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn framdi árásina en honum hefur verið lýst af lögreglu og vitnum sem „spænskættuðum“.

Alríkislögregla Bandaríkjanna segist engar vísbendingar hafa fundið um að árásin væri hryðjuverk.

Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði og er ekki vitað hvert hann flúði. Íbúar hafa verið beðnir um að stíga fram, búi þeir yfir upplýsingum.

Ekki er vitað hvar maðurinn fékk byssuna, en hann var óvopnaður þegar hann kom inn í verslunarmiðstöðina. Tíu mínútum síðar gekk hann inn í verslun Macys vopnaður veiðiriffli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×