Erlent

Umfangsmikil hersýning Norður-Kóreu í tilefni 70 ára afmælis Kommúnistaflokksins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norður-kóreskir hermenn ganga í takt við óskir yfirvalda ríkisins.
Norður-kóreskir hermenn ganga í takt við óskir yfirvalda ríkisins. Vísir/AFP
Norður-Kórea hélt umfangsmikla hersýningu í höfuðborginni Pyongyang í gær í tilefni 70 ára afmælis Kommúnistaflokksins í N-Kóreu. Kim Jong Un nýtti tækifærið og lýsti því yfir að Norður-Kórea myndi svara með krafti skyldu Bandaríkin hefja stríð gegn ríkinu.

„Byltingarher okkar mun svara hversskyns stríðsrekstri sem amerísku heimsvaldasinnarnir hyggst herja gegn okkur.“ sagði Kim Jong Un áður en að þúsundir hermanna marseruðu um götur Pyongyang ásamt skriðdrekum, eldflaugum og hverskyns herbúnaði sem N-kóreski herinn býr yfir eins og sjá má myndbandinu hér fyrir neðan.

Í tilefni afmælisins hyggjast N-kóresk yfirvöld fara í stórframkvæmdir og stendur m.a. til að byggja nýja vatnsaflsvirkjun auk þess sem að stefnt er á að endurnýja byggingar í höfuðborginni.


Tengdar fréttir

Segir Norður-Kóreu frjálslynt og glaðlegt land eftir heimsókn

„Norður-Kóreumenn vilja opna land sitt fyrir umheiminum, en einungis hægt og rólega og á eigin forsendum,“ segir Ivo Saliger í viðtali við tímaritið Rolling Stone. Saliger er söngvari slóvensku hljómsveitarinnar Laibach sem varð á dögunum fyrsta vestræna hljómsveitin til að spila í einræðisríkinu Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×