Innlent

Umfangsmikið fíkniefnamál: Fundu efni til að framleiða tugi þúsunda e-tafla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjórir sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þeirra í þrjár vikur.
Fjórir sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þeirra í þrjár vikur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á um 3000 e-töflur og þrjú kíló af efni sem hægt væri að framleiða tugi þúsunda e-taflna í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Tveir hafa síðan hafið afplánun vegna annarra mála.

Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar, staðfestir við Vísi að töflurnar þrjú þúsund hafi verið handlagðar í heimahúsi lok júní. Á svipuðum tíma lagði lögregla svo hald á töflugerðarpressu. Samkvæmt heimildum Vísis fannst pressan í geymsluhúsnæði úti á Granda í Reykjavík.

Málið teygir anga sína út í lönd

Í júlí fundust þrjú kíló af efni ætluð til framleiðslu á e-töflum. Úr þremur kílóum af slíku efni má framleiða tugi þúsunda e-taflna að sögn Aldísar.

Fimm hafa verið handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu. Einum var sleppt strax en fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn sat í einagrun í þrjár vikur en hefur síðan verið sleppt. Tveir sitja inni og hafa hafið afplánun vegna eldri brota.

Aldís segir rannsókn lögreglu ganga ágætlega og styttist í að lögreglan geti sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Rannsóknin er unnin í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld sem taki sinn tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×