Sport

Umdeildasti íþróttamaður Svíþjóðar féll á lyfjaprófi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Abeba Aregawi er líklega á leið í bann.
Abeba Aregawi er líklega á leið í bann. vísir/getty
Sænska hlaupadrottningin Abeba Aregawi er líklega á leið í keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi. Þetta kemur fram á heimasíðu sænska frjálsíþróttasambandsins.

Þessi 25 ára gamla hlaupakona er fædd og uppalin í Eþíópíu, en hún hefur keppt fyrir Svíþjóðar undanfarin þrjú ár og unnið til stórra verðlauna.

Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013.

Hún hefur beðið um að B-sýni verði tekið í þeirri von um að sleppa við lyfjabann og er það í ferli.

Þessar fréttir eru eins og bensín á bálið sem Aregawi er búin að kveikja í Svíþjóð með svikum og prettum sínum í umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Vísir greindi frá því máli í gær.

Ólíklegt þykir að Aregawi keppir fyrir Svíþjóð á Ólympíuleikunum, en sænska Ólympíunefndin er nú þegar búin að skera á fjárútlát til hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×