Innlent

Umdeildar veiðheimildir Grænlendinga

Gissur Sigurðsson skrifar
Óttast íslenskir hagsmunahópar að verið sé að veiða úr sama stofninum og hefur borið uppi loðnuveiðar á Íslandsmiðum.
Óttast íslenskir hagsmunahópar að verið sé að veiða úr sama stofninum og hefur borið uppi loðnuveiðar á Íslandsmiðum.
Loðnuvertíð erlendra skipa er hafin af fullum krafti Grænlandsmegin við miðlínuna á milli Íslands og Grænlands og eru 20 til 30 stór erlend skip nú á veiðum þar.

Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Grænlendingar veita útlendingum slíkar veiðiheimildir og óttast íslenskir hagsmunahópar að verið sé að veiða úr sama stofninum og hefur borið uppi loðnuveiðar á Íslandsmiðum. Afli hefur verið góður og hafa skipin siglt um íslensku lögsöguna til Noregs og Færeyja með aflann, auk þess sem tvö þeirar hafa landað á Þórshöfn á Langanesi og tvö til viðbótar eru á leið til löndunar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×