Innlent

Umdeildar makrílveiðar við Grænland hafnar

Gissur Sigurðsson skrifar
Starfsmaður frystihúss meðhöndlar makrílinn.
Starfsmaður frystihúss meðhöndlar makrílinn. Óskar P.
Byrjað er að landa makríl hér á landi, sem veiddur er við Austur-Grænland.

Það eru grænlensk skip, íslensk skip, sem nú hafa verið skráð undir grænlenskan fána og svo nokkur íslensk skip, sem hafa veiðiheimildir við Grænland. Annarra þjóða skip, sem mega veiða makríl við Grænland, verða að landa afla sínum annarsstaðar, samkvæmt samkomulagi Íslendinga og Grænlendinga. Makrílveiðarnar við Grænland fóru hægar af stað en vonir stóðu til, en eru nú eitthvað að glæðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×